Um okkur

Hotel Hjalteyri

Apt. Hótel Hjalteyri er fjölskyldurekið hótel með íbúðum og herbergjum. Við leggjum okkur fram um að veita framúrskarandi þjónustu og gera dvöl þína hjá okkur bæði afslappandi og eftirminnilega. Við bjóðum upp á fjórar íbúðir og þrjú tveggja manna herbergi. 

  • Þakíbúð með nuddpotti á svölunum og 360° útsýni yfir Eyjafjörð og fjöllin í kring
  • Tveggja herbergja íbúð með sjávarsýn
  • 2 x eins herbergja íbúðir með sjávarsýn
  • 3 x tveggja manna herbergi

Það er mögulegt að setja eitt barnarúm eða aukarúm inn í öll rými fyrir barn (sjá verðskrá). Aukarúm eru ekki í boði fyrir einstaklinga 17 ára og eldri. 

Í öllum rýmum eru: hraðsuðuketill, flatskjár, háhraðainternet og aðgengi að heitum potti & sauna á útisvæði. Þakíbúðin er með einka nuddpott. Hægt er að kaupa morgunverð ef óskað er eftir. Næg bílastæði. Við elskum kyrrðina á Hjalteyri, fallegt landslagið, skandinavíska hönnun, góðar bókmenntir og alls konar listaverk.

Hundar

Við leyfum hunda í einu rými að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Taka skal fram við bókun að hundur fylgi. Ekki er í boði að vera með hund í þakbúðinni.
  • Hundar mega ekki vera á almenningssvæðum hótelsins innandyra
  • Við inn- og útritun skal hundur bíða bundinn úti eða í bíl
  • Hundar skulu vera í taumi á leið til/frá íbúð
  • Hunda má aldrei skilja eftir eina í íbúðinni
  • Hundar skulu vera vel siðaðir og hávaðalausir
  • Gestir bera ábyrgð á hundinum og mögulegum skemmdum og/eða meiðslum á fólki sem hundurinn kann að valda
  • Verði ónæði af hundinum áskiljum við okkur rétt til að vísa honum og eigendum á dyr
  • Aukagjald vegna þrifa er 3.000 kr

Saga hússins

Húsið sem Apt. Hótel Hjalteyri er í var upphaflega byggt sem grunnskóli og tekinn í notkun árið 1949. Skólinn var starfræktur til ársins 1989. Eftir að skólanum var lokað  var húsið leigt til nokkurra ólíkra aðila þar til fjölskyldan keypti það af sveitarfélaginu árið 2006. Þá var það allt tekið í gegn að innan og utan auk þess sem lóðin var mótuð upp á nýtt. Apt. Hótel Hjalteyri var opnað í júní 2015.

Það er einlæg von okkar að gestir njóti dvalarinnar hjá okkur. Það er sjaldgæft að finna svo friðsælan og notalegan stað með fallegri náttúru allt í kring og alls konar afþreyingu í næsta nágrenni.

Hjalteyri og nágrenni

Apt. Hótel Hjalteyri stendur á hæðinni fyrir ofan þorpið Hjalteyri í 2 km fjarlægð. Á 20. öld var Hjalteyri eitt af líflegustu sjávarþorpum landsins með stóra síldarverksmiðju en í dag er það friðsælt þorp þar sem gaman er að ganga um, heimsækja listamenn í verksmiðjunni (www.verksmidjan.is) eða slappa af í heita pottinum sem er niðri við sjó

Akureyri er aðeins 20 km í burtu (17.000 íbúar) með fjölbreytta veitingastaði, verslun og afþreyingu. Stutt frá eru einnig Dalvík, Ólafsfjörður, Siglufjörður, Hofsós, Sauðárkrókur, Húsavík og Mývatn.